Hærri virðisaukaskattur á gistingu á sumrin? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 16. ágúst 2012 11:00 Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun