Hærri virðisaukaskattur á gistingu á sumrin? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 16. ágúst 2012 11:00 Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun