Dómur verður kveðinn upp í máli norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik í Ósló á föstudag.
Breivik er ákærður fyrir morð og hryðjuverk og hefur játað að hafa orðið 77 manns að bana með sprengju- og skotárásum þann 22. júlí í fyrra. Aðallega var tekist á um sakhæfi hans í tíu vikna löngum réttarhöldum, sem lauk í júní.
Saksóknarar vilja fá hann dæmdan til vistunar á geðsjúkrahúsi en verjendur Breiviks og hann sjálfur vilja að hann verði dæmdur sakhæfur og í fangelsi. - þeb
