Fossvogsbrú yrði tákn aukinnar samvinnu 25. ágúst 2012 05:30 Borgarstjóri og formaður borgarráðs heimsóttu í gær bæjarstjórann í Kópavogi og aðra forystumenn meirihlutaflokkanna þar. Mynd/S. Björn Blöndal Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog. „Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár. Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann bæjarstjóri. „Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsanlega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er að tæknimönnum verði falið að finna út úr því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti létt mjög mikið á stórum umferðaræðum. Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961 lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Fossvoginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á þeim tíma. - gar Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog. „Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár. Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ármann bæjarstjóri. „Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd, bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsanlega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er að tæknimönnum verði falið að finna út úr því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti létt mjög mikið á stórum umferðaræðum. Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961 lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Fossvoginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á þeim tíma. - gar
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira