Talibanarnir myrtu sautján veislugesti 28. ágúst 2012 04:00 Uppgangur Uppreisnarmanna Talibanar og aðrir uppreisnarmenn í Afganistan hafa gerst stórtækari að undanförnu eftir því sem fækkar í herliði Bandaríkjanna og NATO í landinu. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í fyrrinótt og tveir Bandaríkjamenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í gær. NordicPhotos/AFP Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira