Atvinnuvegirnir í eitt ráðuneyti 30. ágúst 2012 06:00 Stjórnarráðshúsið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti renna öll saman í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.fréttablaðið/gva Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent