Vantar yfir 1.000 kennara á leikskóla til að uppfylla lög 30. ágúst 2012 09:00 leikskólar Miðað við óbreyttar forsendur verða lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar leikskólastarfsmanna skuli hafa háskólagráðu í faginu ekki uppfyllt fyrr en 2041.fréttablaðið/daníel Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira