Valkostur í stjórnarskrármálinu 30. ágúst 2012 06:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun