Öfundsýki út í yfirburðafólk Bergur Hauksson skrifar 31. ágúst 2012 11:00 Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun