Peningum safnað í strætóbauk í Höfða 31. ágúst 2012 04:00 Safnast þegar saman kemur Gestir í Höfða sýnast hafa verið örlátir í sumar og bæði íslenskir seðlar og erlendir streymt í farmiðabaukinn sem Strætó lagði til fyrir frjáls framlög. Mikilvægt þykir að peningar séu sýnilegir.Fréttablaðið/GVA „Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira