Ísland meðal þróunarlanda? Guðbjörn Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun