Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London 1. september 2012 01:00 Borís Berezovskíj Vildi fá skaðabætur frá Roman Abramovich fyrir að hafa haft af sér stórfé með hótunum. nordicphotos/AFP „Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
„Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira