Foreldrar fá að ráða hvort barnið sé busað 1. september 2012 07:00 nýir Kvenskælingar Nemendur á fjórða ári í Kvennaskólanum vígðu nýnema við skólann á miðvikudag. Þeim var aðeins leyft að sulla vatni yfir "busana“. Nokkrir nýnemar treystu sér ekki í busunina og fylgdust með álengdar. fréttablaðið/stefán Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira