Vilja konur láta nauðga sér? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun