Flott fyrsta plata Futuregrapher 7. september 2012 08:54 Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“