Mér er misboðið Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 7. september 2012 06:00 Mér er misboðið" var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræðingur sendi Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitundar formanns kjararáðs sem þó á samkvæmt lögum að ákvarða laun forstjórans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veikinda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauðsynleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræðingar eiga því að sinna fleiri sjúklingum, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunarfræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og annars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjármálaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráðherra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnanasamningum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Mér er misboðið" var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræðingur sendi Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitundar formanns kjararáðs sem þó á samkvæmt lögum að ákvarða laun forstjórans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veikinda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauðsynleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræðingar eiga því að sinna fleiri sjúklingum, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunarfræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og annars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjármálaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráðherra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnanasamningum?
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar