Tekur við góðri beinagrind 11. september 2012 12:00 Ágúst Már Garðarsson er tekinn við sem umsjónarmaður edrú-tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról sem hefur göngu sína í kvöld eftir sumarfrí. fréttablaðið/vilhelm „Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?" veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Fyrstu tónleikarnir eftir sumarfrí fara fram í kvöld, að venju í Edrúhöllinni í Efstaleyti, klukkan 20 og stíga feðgar á svið í tveimur mismunandi sveitum. Captain Fufanu hefur leikinn með Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson í broddi fylkingar, en hann er einmitt sonur Einars Arnar Benediktssonar í Ghostigital sem leikur efni af nýjustu plötu sinni, Division of Culture & Tourism. Tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir ári og segir Ágúst, sem hefur verið Arnari Eggerti innan handar við skipulagningu, hana hafa verið tilraun sem tókst. „Það er í raun magnað að það hafi gengið upp að hafa edrú-tónleika svona snemma á kvöldin í miðri viku. Arnar Eggert hannaði mjög góða beinagrind sem ég tek nú við. Þessu fylgir töluvert stúss og ég er með fiðrildi í maganum en líður samt mjög vel með þetta," útskýrir Ágúst, en hans aðalstarf er sem kokkur á veitingastaðnum Satt á Hóteli Natura. „Ég hef verið viðloðandi tónleikahald frá því ég skipulagði reifin þegar ég var fimmtán ára, svo ég hef lært ýmislegt," bætir hann við.- kg Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?" veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg. Fyrstu tónleikarnir eftir sumarfrí fara fram í kvöld, að venju í Edrúhöllinni í Efstaleyti, klukkan 20 og stíga feðgar á svið í tveimur mismunandi sveitum. Captain Fufanu hefur leikinn með Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson í broddi fylkingar, en hann er einmitt sonur Einars Arnar Benediktssonar í Ghostigital sem leikur efni af nýjustu plötu sinni, Division of Culture & Tourism. Tónleikaröðin hóf göngu sína fyrir ári og segir Ágúst, sem hefur verið Arnari Eggerti innan handar við skipulagningu, hana hafa verið tilraun sem tókst. „Það er í raun magnað að það hafi gengið upp að hafa edrú-tónleika svona snemma á kvöldin í miðri viku. Arnar Eggert hannaði mjög góða beinagrind sem ég tek nú við. Þessu fylgir töluvert stúss og ég er með fiðrildi í maganum en líður samt mjög vel með þetta," útskýrir Ágúst, en hans aðalstarf er sem kokkur á veitingastaðnum Satt á Hóteli Natura. „Ég hef verið viðloðandi tónleikahald frá því ég skipulagði reifin þegar ég var fimmtán ára, svo ég hef lært ýmislegt," bætir hann við.- kg
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira