Er veiðigjaldaklúðrið afrek? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 11. september 2012 06:00 Í lofgjörðarrullu sinni um ríkisstjórnina í Fréttablaðinu 6. september sl. tíundar Jón Steinsson, dósent við Columbia-háskóla í New York, meðal annars veiðigjöldin, í tilraun sinni til þess að telja upp helstu dáðir núverandi stjórnvalda. Þarna er greinarhöfundur einstaklega seinheppinn. Það er eins og hann hafi kosið að kveða órímaða öfugmælavísu um ríkisstjórnina. Ekki ný hugmyndHugmyndin um auðlindagjald í sjávarútvegi var lengi afar umdeild. Lengst af var örðugt að koma auga á forsendur slíkrar gjaldtöku á greinina, í ljósi afkomu hennar. Um þetta vorum við núverandi atvinnuvegaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sammála, eins og kom meðal annars fram í orðaskiptum okkar á Alþingi á sl. vori. Með bættu skipulagi veiða, sameiningu aflaheimilda, minni sóknartengdum kostnaði og almennri hagræðingu í sjávarútvegi, má hins vegar segja að forsendur umræðunnar hafi breyst. Það var meðal annars í því ljósi sem fyrir um einum áratug varð býsna víðtækt samkomulag um álagningu veiðigjalds í sjávarútvegi, samfara áformum um slíka gjaldtöku af annarri auðlindanýtingu í landinu. Þetta gerðist í valdatíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Skothent klúðurAllir sem til þekkja vita að álagning auðlindagjalda er vandmeðfarið verkefni. Bent hefur verið á að slíkt fyrirkomulag sé nær óþekkt í sjávarútvegi í heiminum og finnist hvergi á byggðu bóli í því formi sem nú tíðkast hér á landi. Ríkisstjórn sem hefði viljað nálgast slíkt verkefni af metnaði, hefði því vitaskuld leitað til okkar færustu sérfræðinga á sviði auðlindahagfræði, en við erum svo heppin að eiga slíkum mönnum á að skipa. Það var ekki gert. Engra slíkra ráða var leitað, heldur vaðið í málið, af fullkomnu kunnáttuleysi og því offorsi, sem hefur einkennt vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar í stórum sem smáum málum. Afraksturinn varð eins og allir vita; skothent klúður sem fáir hafa treyst sér til þess að bera blak af. Hvað þá lofsyngja eins og Jón Steinsson gerir fyrirvaralaust í grein sinni. Grafskriftin: bílslysÍ fyrstu tilraun núverandi ríkisstjórnar til þess að leggja á nýja gerð auðlindaskatts í sjávarútvegi með nýrri fiskveiðilöggjöf, varð niðurstaðan svo hörmuleg, að fá dæmi eru um annað eins. Málið var undirbúið af fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þar með talið báðum forystumönnum hennar. Um málið ráðslöguðu til viðbótar ekki færri en sex þingmenn stjórnarliðsins, alls tíu þingmenn að ráðherrunum meðtöldum. Það segir hins vegar þá sögu sem segja þarf að það mál dó svo drottni sínum. Grafskriftina ritaði svo Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og sagði tiltækið einna helst líkjast bílslysi. "Ekkert fyrirtæki er líklegt til að standa undir þeim álögum“Hófst nú annað vers. Ríkisstjórnin lagði fram sína aðra tilraun. Ekki tók nú betra við. Í ljós kom að málið var svo illa úr garði gert, að sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta það komust að þeirri niðurstöðu að það byggðist á slíkri grundvallarskekkju, að um tómt væri að tala að ræða það efnislega. „Það var mat höfunda að tilgangslaust væri að meta áhrif frumvarpsins í óbreyttri mynd. Ekkert fyrirtæki er líklegt til að standa undir þeim álögum,“ sögðu þeir Daði Már Kristófersson og Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingarnir sem atvinnuveganefnd Alþingis fékk til liðs við sig til þess að meta áhrif frumvarpsins. Þá var bent á að innheimta veiðigjaldanna væri ekki byggð á raunverulegum auðlindaarði, eins og fræðimenn skilgreina hann. Þess í stað var stuðst við gögn, sem aldrei voru hugsuð til þess að leggja á skatta; hvað þá svo sértæka skatta sem auðlindaskattar eru. Fullyrðing Jóns Steinssonar um að þjóðin muni nú loks njóta sanngjarns hluta auðlindaarðs, stenst því ekki. FúskSkynsamlegast hefði auðvitað verið að leggja þetta verk á hilluna, eins og hið fyrra. Kalla til sín þá einstaklinga sem hefðu þekkingu á málinu og leggja upp í alvöru vinnu. Það var auðvitað ekki gert. Þess í stað voru hér samþykkt í vor lög sem eru bæði gölluð að formi og inntaki. Þau voru í einu orði sagt fúsk. Það er þessa löggjöf sem Jóni Steinssyni finnst að ríkisstjórnin ætti að fá uppskorna í formi vinsælda hjá almenningi í landinu. Gæti nú ekki verið að almenningur sæi einfaldlega það sem blasir við hverjum þeim sem þessa löggjöf skoðar? Að hún standist ekki mál, sé skaðleg sjávarútveginum og þar með þjóðarbúskapnum og hagsmunum almennings í landinu. Afrek í klúðriJafnvel eftir þær breytingar sem ríkisstjórnin neyddist til að gera á frumvarpi sínu, eru áhrif löggjafarinnar stórskaðleg og því brýnt að breyta henni. Það er líkt og ríkisstjórnin hafi áttað sig á þessu. Lögin gera beinlínis ráð fyrir því að ný nefnd, veiðigjaldanefnd, fái nær altækar heimildir til þess að gera breytingar á fyrirkomulaginu svo sem lög leyfa og verði falið að koma með tillögur til lagabreytinga. Það undrar í sjálfu sér engan. Afleiðingar lagasetningarinnar verða fyrirsjáanlega af því taginu að öllum er ljóst að við svo búið má ekki standa til frambúðar. Það er því stórfurðulegt að jafna þessu máli við afrek, eins og Jón Steinsson gerir. Það er þetta mál ekki; nema þá afrek í klúðri. Neikvæð áhrif fyrir almenningLagasetningu um veiðigjöldin er ekki hægt að skoða eina og sér, eða í tómarúmi. Veiðigjöldin verðum við að skoða í samhengi við hið órjúfanlega samhengi þeirra við breytingarnar sem ríkisstjórnin boðar um stjórn fiskveiða. Samantekin áhrif hinnar fyrirhuguðu fiskveiðilöggjafar eins og við sáum áformin birtast okkur í frumvarpsformi sl. vor eru: Minni arðsemi og lakari sjávarútvegur. Sem aftur leiðir svo auðvitað til þess að heildarafrakstur sjávarútvegsins verður verri og geta greinarinnar til þess að standa undir fjárfestingu, launum og sérstökum greiðslum til ríkisins, þar með minni. Í fiskveiðistjórnarfrumvarpinu er kveðið á um sérstaka kvótaleigu ríkisins. Vera kann að slík hugmynd hugnist Jóni Steinssyni ekki illa. En hvað segir hann þá um það fyrirkomulag sem ríkisstjórnin vill hafa á þessu? Frumvarpið kveður á um gríðarlega miklar valdheimildir til handa ráðherra. Hann getur hagað leigukvótaviðskiptunum nokkurn veginn eftir eigin höfði. Hann má ákveða magnið sem kemur til leigu, hvenær það kemur á leigumarkaðinn, hverjir fái að bjóða í, hvort skipta skuli leiguheimildunum á milli landssvæða, skipagerða, veiðarfæra og svo framvegis. Er það þetta fyrirkomulag sem Jón Steinsson telur að ríkisstjórnin hafi ekki verið lofuð maklega fyrir? Sjálfstætt efnahagsvandamálRíkisstjórnin hefur haldið sjávarútveginum í heljargreipum óvissu. Það eitt og sér hefur tafið alla uppbyggingu í efnahagsmálum okkar og er þar með orðið fyrir löngu sjálfstætt efnahagslegt vandamál. En nú erum við að fara úr öskunni í eldinn. Þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur gert á veiðigjaldalöggjöfinni og hyggst gera á fiskveiðilöggjöfinni eiga það sameiginlegt að hafa skaðvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjávarútveginn, valda gjaldþrotum, draga úr hagkvæmni og þar með heildarafrakstri þjóðarbúsins. Á því munu allir tapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Í lofgjörðarrullu sinni um ríkisstjórnina í Fréttablaðinu 6. september sl. tíundar Jón Steinsson, dósent við Columbia-háskóla í New York, meðal annars veiðigjöldin, í tilraun sinni til þess að telja upp helstu dáðir núverandi stjórnvalda. Þarna er greinarhöfundur einstaklega seinheppinn. Það er eins og hann hafi kosið að kveða órímaða öfugmælavísu um ríkisstjórnina. Ekki ný hugmyndHugmyndin um auðlindagjald í sjávarútvegi var lengi afar umdeild. Lengst af var örðugt að koma auga á forsendur slíkrar gjaldtöku á greinina, í ljósi afkomu hennar. Um þetta vorum við núverandi atvinnuvegaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sammála, eins og kom meðal annars fram í orðaskiptum okkar á Alþingi á sl. vori. Með bættu skipulagi veiða, sameiningu aflaheimilda, minni sóknartengdum kostnaði og almennri hagræðingu í sjávarútvegi, má hins vegar segja að forsendur umræðunnar hafi breyst. Það var meðal annars í því ljósi sem fyrir um einum áratug varð býsna víðtækt samkomulag um álagningu veiðigjalds í sjávarútvegi, samfara áformum um slíka gjaldtöku af annarri auðlindanýtingu í landinu. Þetta gerðist í valdatíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Skothent klúðurAllir sem til þekkja vita að álagning auðlindagjalda er vandmeðfarið verkefni. Bent hefur verið á að slíkt fyrirkomulag sé nær óþekkt í sjávarútvegi í heiminum og finnist hvergi á byggðu bóli í því formi sem nú tíðkast hér á landi. Ríkisstjórn sem hefði viljað nálgast slíkt verkefni af metnaði, hefði því vitaskuld leitað til okkar færustu sérfræðinga á sviði auðlindahagfræði, en við erum svo heppin að eiga slíkum mönnum á að skipa. Það var ekki gert. Engra slíkra ráða var leitað, heldur vaðið í málið, af fullkomnu kunnáttuleysi og því offorsi, sem hefur einkennt vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar í stórum sem smáum málum. Afraksturinn varð eins og allir vita; skothent klúður sem fáir hafa treyst sér til þess að bera blak af. Hvað þá lofsyngja eins og Jón Steinsson gerir fyrirvaralaust í grein sinni. Grafskriftin: bílslysÍ fyrstu tilraun núverandi ríkisstjórnar til þess að leggja á nýja gerð auðlindaskatts í sjávarútvegi með nýrri fiskveiðilöggjöf, varð niðurstaðan svo hörmuleg, að fá dæmi eru um annað eins. Málið var undirbúið af fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, þar með talið báðum forystumönnum hennar. Um málið ráðslöguðu til viðbótar ekki færri en sex þingmenn stjórnarliðsins, alls tíu þingmenn að ráðherrunum meðtöldum. Það segir hins vegar þá sögu sem segja þarf að það mál dó svo drottni sínum. Grafskriftina ritaði svo Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og sagði tiltækið einna helst líkjast bílslysi. "Ekkert fyrirtæki er líklegt til að standa undir þeim álögum“Hófst nú annað vers. Ríkisstjórnin lagði fram sína aðra tilraun. Ekki tók nú betra við. Í ljós kom að málið var svo illa úr garði gert, að sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta það komust að þeirri niðurstöðu að það byggðist á slíkri grundvallarskekkju, að um tómt væri að tala að ræða það efnislega. „Það var mat höfunda að tilgangslaust væri að meta áhrif frumvarpsins í óbreyttri mynd. Ekkert fyrirtæki er líklegt til að standa undir þeim álögum,“ sögðu þeir Daði Már Kristófersson og Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingarnir sem atvinnuveganefnd Alþingis fékk til liðs við sig til þess að meta áhrif frumvarpsins. Þá var bent á að innheimta veiðigjaldanna væri ekki byggð á raunverulegum auðlindaarði, eins og fræðimenn skilgreina hann. Þess í stað var stuðst við gögn, sem aldrei voru hugsuð til þess að leggja á skatta; hvað þá svo sértæka skatta sem auðlindaskattar eru. Fullyrðing Jóns Steinssonar um að þjóðin muni nú loks njóta sanngjarns hluta auðlindaarðs, stenst því ekki. FúskSkynsamlegast hefði auðvitað verið að leggja þetta verk á hilluna, eins og hið fyrra. Kalla til sín þá einstaklinga sem hefðu þekkingu á málinu og leggja upp í alvöru vinnu. Það var auðvitað ekki gert. Þess í stað voru hér samþykkt í vor lög sem eru bæði gölluð að formi og inntaki. Þau voru í einu orði sagt fúsk. Það er þessa löggjöf sem Jóni Steinssyni finnst að ríkisstjórnin ætti að fá uppskorna í formi vinsælda hjá almenningi í landinu. Gæti nú ekki verið að almenningur sæi einfaldlega það sem blasir við hverjum þeim sem þessa löggjöf skoðar? Að hún standist ekki mál, sé skaðleg sjávarútveginum og þar með þjóðarbúskapnum og hagsmunum almennings í landinu. Afrek í klúðriJafnvel eftir þær breytingar sem ríkisstjórnin neyddist til að gera á frumvarpi sínu, eru áhrif löggjafarinnar stórskaðleg og því brýnt að breyta henni. Það er líkt og ríkisstjórnin hafi áttað sig á þessu. Lögin gera beinlínis ráð fyrir því að ný nefnd, veiðigjaldanefnd, fái nær altækar heimildir til þess að gera breytingar á fyrirkomulaginu svo sem lög leyfa og verði falið að koma með tillögur til lagabreytinga. Það undrar í sjálfu sér engan. Afleiðingar lagasetningarinnar verða fyrirsjáanlega af því taginu að öllum er ljóst að við svo búið má ekki standa til frambúðar. Það er því stórfurðulegt að jafna þessu máli við afrek, eins og Jón Steinsson gerir. Það er þetta mál ekki; nema þá afrek í klúðri. Neikvæð áhrif fyrir almenningLagasetningu um veiðigjöldin er ekki hægt að skoða eina og sér, eða í tómarúmi. Veiðigjöldin verðum við að skoða í samhengi við hið órjúfanlega samhengi þeirra við breytingarnar sem ríkisstjórnin boðar um stjórn fiskveiða. Samantekin áhrif hinnar fyrirhuguðu fiskveiðilöggjafar eins og við sáum áformin birtast okkur í frumvarpsformi sl. vor eru: Minni arðsemi og lakari sjávarútvegur. Sem aftur leiðir svo auðvitað til þess að heildarafrakstur sjávarútvegsins verður verri og geta greinarinnar til þess að standa undir fjárfestingu, launum og sérstökum greiðslum til ríkisins, þar með minni. Í fiskveiðistjórnarfrumvarpinu er kveðið á um sérstaka kvótaleigu ríkisins. Vera kann að slík hugmynd hugnist Jóni Steinssyni ekki illa. En hvað segir hann þá um það fyrirkomulag sem ríkisstjórnin vill hafa á þessu? Frumvarpið kveður á um gríðarlega miklar valdheimildir til handa ráðherra. Hann getur hagað leigukvótaviðskiptunum nokkurn veginn eftir eigin höfði. Hann má ákveða magnið sem kemur til leigu, hvenær það kemur á leigumarkaðinn, hverjir fái að bjóða í, hvort skipta skuli leiguheimildunum á milli landssvæða, skipagerða, veiðarfæra og svo framvegis. Er það þetta fyrirkomulag sem Jón Steinsson telur að ríkisstjórnin hafi ekki verið lofuð maklega fyrir? Sjálfstætt efnahagsvandamálRíkisstjórnin hefur haldið sjávarútveginum í heljargreipum óvissu. Það eitt og sér hefur tafið alla uppbyggingu í efnahagsmálum okkar og er þar með orðið fyrir löngu sjálfstætt efnahagslegt vandamál. En nú erum við að fara úr öskunni í eldinn. Þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur gert á veiðigjaldalöggjöfinni og hyggst gera á fiskveiðilöggjöfinni eiga það sameiginlegt að hafa skaðvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjávarútveginn, valda gjaldþrotum, draga úr hagkvæmni og þar með heildarafrakstri þjóðarbúsins. Á því munu allir tapa.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun