Almannahagur til lengri tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 12. september 2012 08:45 Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins. Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi. Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi. Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði. Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða. Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi. Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan. Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða. Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun