Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. september 2012 06:00 Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun