Berjum ekki höfðinu við steininn Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Það er ánægjulegt að fylgjast með því hversu verkalýðssinnaðir sjálfstæðismenn eru orðnir þegar þeir mega vera að því að líta upp úr frjálshyggjufræðum sínum. En það er einhvern veginn eins og eitt horn rekist sífellt á annað í málflutningi þeirra. Í nafni atvinnurekenda krefjast þeir fjárfestinga og framkvæmda fyrir almannafé sem er mjög af skornum skammti og yrði enn minna ef heitstrengingar þeirra um að afnema veiðigjald og lækka skatta eignafólks og fyrirtækja yrðu að veruleika. Er ekki sérkennilegt að biðja ríkisvaldið í sífellu um fjárfestingar og framkvæmdir fremur en að beina sjónum að fjárfestingum á almennum markaði? Aukið veiðigjald, sem sjálfstæðismenn börðust á móti fyrr á þessu ári, gerir okkur mögulegt að nærfellt tvöfalda framlög til rannsókna og tækniþróunar auk þess að skila 400 milljónum í sóknaráætlanir landshluta. Það er lyftistöng fyrir landsbyggðina ásamt þeim samgöngubótum sem fjármagnaðar verða af veiðileyfagjaldi og flýta bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum um 2 til 3 ár. Það væri fróðlegt að heyra hvort þessi framfararmál verða slegin af með afnámi veiðigjaldsins komist sjálfstæðismenn til valda. Klifað er á því að samtímis litlum fjárfestingum sé skattheimtan sligandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. En tölurnar tala hins vegar sínu máli. Þær sýna lækkandi skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu. Árin 2005 og 2006, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sogaði ríkið til sín nærri þriðjung landsframleiðslunnar í formi gjalda og skatta eða 31,5%. Á þessu ári eru skatttekjurnar áætlaðar 27,3% af landsframleiðslu og verða jafnvel ívið lægri á því næsta ef áætlanir standast. Reyndin er einnig sú að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjárfesting 19,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.Minna atvinnuleysi en víðast hvar Fá lönd innan OECD búa nú við minna atvinnuleysi en Ísland og ekkert land hefur náð að minnka atvinnuleysið eins hratt og mikið á liðnum árum og Ísland. Á þessu ári hefur fjöldi nýrra starfa orðið til og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut. Þótt störf tapist árstíðabundið er óhjákvæmilegt að horfa til þess að það sem af er þessu ári hefur atvinnuleysið verið um 1,5 prósentustigum lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi mælist hér 4,8%. Að jafnaði er það um 8% í OECD-löndunum. Þá hefur einnig náðst mikill árangur með vinnumarkaðsaðgerðum. Ég nefni hér átaksverkefnið „nám er vinnandi vegur“, en með því hefur nær 1.000 atvinnuleitendum verið tryggt námsúrræði. Átakið „vinnandi vegur“ beinst að langtímaatvinnulausum. Alls hafa 1.400 atvinnuleitendur fengið vinnu í nafni þessa átaks.Bætt menntun er góð Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa einnig reynt að finna haldreipi í minnkandi atvinnuþátttöku í landinu. Það er það hlutfall heildarfjölda manna á vinnualdri sem hefur vinnu eða leitar vinnu. Gögn Hagstofunnar sýna að atvinnuþátttakan er nokkru lægri nú en fyrir ári. Þá var hún 80,3% en er nú 79,4%. Sveiflan er ekki mikil og enn minni ef borin eru saman lengri tímabil. Sérfræðingar Íslandsbanka segja um þetta í Morgunkorni 19. september: „Ýmsar skýringar geta verið á þessu, og þurfa ekki allar að vera áhyggjuefni. Ef námsmönnum hefur til að mynda fjölgað getur það skilað sér í betur menntuðu vinnuafli síðar meir. Ef hins vegar einstaklingum utan vinnumarkaðar fer fjölgandi vegna þess að þeir gefast upp á atvinnuleit eða verða óvinnufærir er það vissulega neikvæð þróun. Verður forvitnilegt að fylgjast með frekari upplýsingum frá vinnumarkaði sem geta skýrt þessa mynd.“ Um þetta er sem sagt ekkert hægt að fullyrða líkt og gert hefur verið úr herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo mikið er víst að ríkisstjórnin hefur sannarlega leitast við að bjóða upp á námstækifæri samfara þrengingum á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Það eitt skilar betur menntuðu vinnuafli. Ég á þá ósk að menn hegði málflutningi sínum í samræmi við staðreyndir. Þær gefa alls ekki tilefni til neyðarópa. Þvert á móti vekja þær vonir um bjartari tíð og meiri stöðugleika. Enda sýnir fjölþjóðleg athugun að nánast hvergi er sú skoðun jafn útbreidd og á Íslandi að landið sé á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að fylgjast með því hversu verkalýðssinnaðir sjálfstæðismenn eru orðnir þegar þeir mega vera að því að líta upp úr frjálshyggjufræðum sínum. En það er einhvern veginn eins og eitt horn rekist sífellt á annað í málflutningi þeirra. Í nafni atvinnurekenda krefjast þeir fjárfestinga og framkvæmda fyrir almannafé sem er mjög af skornum skammti og yrði enn minna ef heitstrengingar þeirra um að afnema veiðigjald og lækka skatta eignafólks og fyrirtækja yrðu að veruleika. Er ekki sérkennilegt að biðja ríkisvaldið í sífellu um fjárfestingar og framkvæmdir fremur en að beina sjónum að fjárfestingum á almennum markaði? Aukið veiðigjald, sem sjálfstæðismenn börðust á móti fyrr á þessu ári, gerir okkur mögulegt að nærfellt tvöfalda framlög til rannsókna og tækniþróunar auk þess að skila 400 milljónum í sóknaráætlanir landshluta. Það er lyftistöng fyrir landsbyggðina ásamt þeim samgöngubótum sem fjármagnaðar verða af veiðileyfagjaldi og flýta bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum um 2 til 3 ár. Það væri fróðlegt að heyra hvort þessi framfararmál verða slegin af með afnámi veiðigjaldsins komist sjálfstæðismenn til valda. Klifað er á því að samtímis litlum fjárfestingum sé skattheimtan sligandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. En tölurnar tala hins vegar sínu máli. Þær sýna lækkandi skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu. Árin 2005 og 2006, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sogaði ríkið til sín nærri þriðjung landsframleiðslunnar í formi gjalda og skatta eða 31,5%. Á þessu ári eru skatttekjurnar áætlaðar 27,3% af landsframleiðslu og verða jafnvel ívið lægri á því næsta ef áætlanir standast. Reyndin er einnig sú að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjárfesting 19,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.Minna atvinnuleysi en víðast hvar Fá lönd innan OECD búa nú við minna atvinnuleysi en Ísland og ekkert land hefur náð að minnka atvinnuleysið eins hratt og mikið á liðnum árum og Ísland. Á þessu ári hefur fjöldi nýrra starfa orðið til og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut. Þótt störf tapist árstíðabundið er óhjákvæmilegt að horfa til þess að það sem af er þessu ári hefur atvinnuleysið verið um 1,5 prósentustigum lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi mælist hér 4,8%. Að jafnaði er það um 8% í OECD-löndunum. Þá hefur einnig náðst mikill árangur með vinnumarkaðsaðgerðum. Ég nefni hér átaksverkefnið „nám er vinnandi vegur“, en með því hefur nær 1.000 atvinnuleitendum verið tryggt námsúrræði. Átakið „vinnandi vegur“ beinst að langtímaatvinnulausum. Alls hafa 1.400 atvinnuleitendur fengið vinnu í nafni þessa átaks.Bætt menntun er góð Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa einnig reynt að finna haldreipi í minnkandi atvinnuþátttöku í landinu. Það er það hlutfall heildarfjölda manna á vinnualdri sem hefur vinnu eða leitar vinnu. Gögn Hagstofunnar sýna að atvinnuþátttakan er nokkru lægri nú en fyrir ári. Þá var hún 80,3% en er nú 79,4%. Sveiflan er ekki mikil og enn minni ef borin eru saman lengri tímabil. Sérfræðingar Íslandsbanka segja um þetta í Morgunkorni 19. september: „Ýmsar skýringar geta verið á þessu, og þurfa ekki allar að vera áhyggjuefni. Ef námsmönnum hefur til að mynda fjölgað getur það skilað sér í betur menntuðu vinnuafli síðar meir. Ef hins vegar einstaklingum utan vinnumarkaðar fer fjölgandi vegna þess að þeir gefast upp á atvinnuleit eða verða óvinnufærir er það vissulega neikvæð þróun. Verður forvitnilegt að fylgjast með frekari upplýsingum frá vinnumarkaði sem geta skýrt þessa mynd.“ Um þetta er sem sagt ekkert hægt að fullyrða líkt og gert hefur verið úr herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo mikið er víst að ríkisstjórnin hefur sannarlega leitast við að bjóða upp á námstækifæri samfara þrengingum á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Það eitt skilar betur menntuðu vinnuafli. Ég á þá ósk að menn hegði málflutningi sínum í samræmi við staðreyndir. Þær gefa alls ekki tilefni til neyðarópa. Þvert á móti vekja þær vonir um bjartari tíð og meiri stöðugleika. Enda sýnir fjölþjóðleg athugun að nánast hvergi er sú skoðun jafn útbreidd og á Íslandi að landið sé á réttri leið.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar