Samning um höfuðborgina Mörður Árnason skrifar 24. september 2012 06:00 Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni. Samning milli landsmanna og Reykvíkinga um vegsemd þess og vanda að vera höfuðstaður Íslendinga. Þetta er kjarni tillögu sem við flytjum nú á Alþingi þriðja sinni, fimm þingmenn Reykvíkinga. Kannski er það stærð höfuðborgarinnar sem veldur sífelldri tortryggni í garð Reykjavíkur um allt land. Hagsmunaátök milli strjálbýlis og þéttbýlis þekkjast svo sannarlega víðar en hér, og um alla heimsbyggðina er mjög til vinsælda fallið að deila á ?þá fyrir sunnan?. Hvergi hafa þess konar átök samt smitað út í stjórnmálin jafnillilega: Alla 20. öldina var það einn af rauðu þráðunum í íslenskum stjórnmálum að koma í veg fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur undir þeim göfuga gunnfána að hindra að í landinu myndaðist borgríki. Staðreyndin er þó sú að nú kann jafnvægi að vera að skapast einmitt með slíku ríki þar sem borgin leitar út á land og tengist minni byggðum. Menn tala núna um höfuðborgarsvæðið meira, milli Hvítánna eða að minnsta kosti innan þríhyrningsins Selfoss-Akranes-Keflavík. Þetta snýst ekki við næstu áratugi. Höfuðborgin er þar sem hún er – og löngu kominn tími til að samfélag allra landsmanna taki fullt mið af þeirri staðreynd. Reyndar telja erlendir athugendur sérstakan styrk í fámennu landi að höfuðborgin skuli vera eins öflug og raun ber vitni. Stundum höfuðborg – en stundum ekkiHin sífellda flugvallarumræða sýnir ágætlega vanda Reykjavíkur sem höfuðborgar. Reykvíkingar lýstu í almennri atkvæðagreiðslu 2001 þeim vilja sínum að Vatnsmýrarvöllur yrði lagður af, og borgarstjórn samþykkti síðan skipulag þar sem önnur flugbrautin fer 2016, hin 2014. Flugvallarsinnar utan borgar hafa aldrei sætt sig við þessa ákvörðun í borginni og finna henni flest til foráttu. Nú síðast hafa Jón Gunnarsson og félagar flutt öðru sinni frumvarp á Alþingi sem á að festa flugvöll í Vatnsmýri um aldur og ævi – bót í máli að málið er tæpast þingtækt því að skipulagsvaldið í Reykjavík er hjá Reykjavíkurborg, ekki Alþingi. Hvað sem mönnum finnst um Vatnsmýrina eru ein af rökum flugvallarsinna marktæk: Að höfuðborgin hafi ákveðnar skyldur sem taka verður tillit til við ákvarðanir borgarbúa um innri mál. Gallinn er sá að þeir hinir sömu sem telja að Vatnsmýrarflugvöllurinn sé forsenda þess að Reykjavík sé höfuðborg eru allra manna iðnastir við að reyna að flytja sem allra flestar stjórnsýslustofnanir og miðstöðvar almannaþjónustu úr höfuðborginni heim í eigið hérað. Þá vegur höfuðborgarhlutverkið ekki eins mikið, og atvinnufæri í höfuðborginni eru sjaldnast verð umtals. Við sem stöndum að baki tillögunni um höfuðborgarsamning – auk mín Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir – teljum að það sé kominn tími til þess að setja umræðunni um höfuðborg og landsbyggð þokkalegan hljómbotn, og stuðla að sáttum milli höfuðborgar og annarrar landsbyggðar. ?Allajafna er við það miðað um höfuðborg,? segjum við í greinargerð, ?að hún sé aðsetur æðsta valds í ríkinu og miðstöð stjórnsýslu. Skyldur höfuðborgarinnar sem sveitarfélags eru því víðtækari en annarra sveita ríkisins þar sem íbúar hennar og leiðtogar þeirra verða í starfsháttum og skipulagi að taka tillit til þjónustuhlutverks borgarinnar fyrir alla landsmenn. Réttindi verður höfuðborgin að hafa á móti, þar á meðal þau að samráð sé haft við stjórnendur hennar um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og þings sem snerta mikilvæga hagsmuni borgarbúa, svo sem atvinnufæri, skipulag og yfirbragð.? Við viljum að ríki og borg geri með sér samning ?þar sem yrðu reifaðar skyldur Reykjavíkurborgar og réttindi sem höfuðborgar, getið þeirra breytinga á lögum og öðrum regluramma sem samningsaðilar yrðu ásáttir um að beita sér fyrir og kveðið á um skipulegt samráð ríkisstjórnarinnar, Alþingis og borgarstjórnar um ákvarðanir sem sérstaklega snerta stöðu Reykjavíkur.? Við fluttum þessa tillögu líka í fyrra og fögnum undirtektum sem hún fékk þá, frá Reykjavíkurborg, Byggðastofnun og fagfólki um skipulag. Í umsögnunum kemur ágætlega fram að höfuðborgarsamningur gæti vísað veginn til framtíðar í þessum samskiptum, og þar er bent á norrænar fyrirmyndir sem gætu hjálpað okkur við að skapa landinu öllu góða höfuðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni. Samning milli landsmanna og Reykvíkinga um vegsemd þess og vanda að vera höfuðstaður Íslendinga. Þetta er kjarni tillögu sem við flytjum nú á Alþingi þriðja sinni, fimm þingmenn Reykvíkinga. Kannski er það stærð höfuðborgarinnar sem veldur sífelldri tortryggni í garð Reykjavíkur um allt land. Hagsmunaátök milli strjálbýlis og þéttbýlis þekkjast svo sannarlega víðar en hér, og um alla heimsbyggðina er mjög til vinsælda fallið að deila á ?þá fyrir sunnan?. Hvergi hafa þess konar átök samt smitað út í stjórnmálin jafnillilega: Alla 20. öldina var það einn af rauðu þráðunum í íslenskum stjórnmálum að koma í veg fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur undir þeim göfuga gunnfána að hindra að í landinu myndaðist borgríki. Staðreyndin er þó sú að nú kann jafnvægi að vera að skapast einmitt með slíku ríki þar sem borgin leitar út á land og tengist minni byggðum. Menn tala núna um höfuðborgarsvæðið meira, milli Hvítánna eða að minnsta kosti innan þríhyrningsins Selfoss-Akranes-Keflavík. Þetta snýst ekki við næstu áratugi. Höfuðborgin er þar sem hún er – og löngu kominn tími til að samfélag allra landsmanna taki fullt mið af þeirri staðreynd. Reyndar telja erlendir athugendur sérstakan styrk í fámennu landi að höfuðborgin skuli vera eins öflug og raun ber vitni. Stundum höfuðborg – en stundum ekkiHin sífellda flugvallarumræða sýnir ágætlega vanda Reykjavíkur sem höfuðborgar. Reykvíkingar lýstu í almennri atkvæðagreiðslu 2001 þeim vilja sínum að Vatnsmýrarvöllur yrði lagður af, og borgarstjórn samþykkti síðan skipulag þar sem önnur flugbrautin fer 2016, hin 2014. Flugvallarsinnar utan borgar hafa aldrei sætt sig við þessa ákvörðun í borginni og finna henni flest til foráttu. Nú síðast hafa Jón Gunnarsson og félagar flutt öðru sinni frumvarp á Alþingi sem á að festa flugvöll í Vatnsmýri um aldur og ævi – bót í máli að málið er tæpast þingtækt því að skipulagsvaldið í Reykjavík er hjá Reykjavíkurborg, ekki Alþingi. Hvað sem mönnum finnst um Vatnsmýrina eru ein af rökum flugvallarsinna marktæk: Að höfuðborgin hafi ákveðnar skyldur sem taka verður tillit til við ákvarðanir borgarbúa um innri mál. Gallinn er sá að þeir hinir sömu sem telja að Vatnsmýrarflugvöllurinn sé forsenda þess að Reykjavík sé höfuðborg eru allra manna iðnastir við að reyna að flytja sem allra flestar stjórnsýslustofnanir og miðstöðvar almannaþjónustu úr höfuðborginni heim í eigið hérað. Þá vegur höfuðborgarhlutverkið ekki eins mikið, og atvinnufæri í höfuðborginni eru sjaldnast verð umtals. Við sem stöndum að baki tillögunni um höfuðborgarsamning – auk mín Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir – teljum að það sé kominn tími til þess að setja umræðunni um höfuðborg og landsbyggð þokkalegan hljómbotn, og stuðla að sáttum milli höfuðborgar og annarrar landsbyggðar. ?Allajafna er við það miðað um höfuðborg,? segjum við í greinargerð, ?að hún sé aðsetur æðsta valds í ríkinu og miðstöð stjórnsýslu. Skyldur höfuðborgarinnar sem sveitarfélags eru því víðtækari en annarra sveita ríkisins þar sem íbúar hennar og leiðtogar þeirra verða í starfsháttum og skipulagi að taka tillit til þjónustuhlutverks borgarinnar fyrir alla landsmenn. Réttindi verður höfuðborgin að hafa á móti, þar á meðal þau að samráð sé haft við stjórnendur hennar um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og þings sem snerta mikilvæga hagsmuni borgarbúa, svo sem atvinnufæri, skipulag og yfirbragð.? Við viljum að ríki og borg geri með sér samning ?þar sem yrðu reifaðar skyldur Reykjavíkurborgar og réttindi sem höfuðborgar, getið þeirra breytinga á lögum og öðrum regluramma sem samningsaðilar yrðu ásáttir um að beita sér fyrir og kveðið á um skipulegt samráð ríkisstjórnarinnar, Alþingis og borgarstjórnar um ákvarðanir sem sérstaklega snerta stöðu Reykjavíkur.? Við fluttum þessa tillögu líka í fyrra og fögnum undirtektum sem hún fékk þá, frá Reykjavíkurborg, Byggðastofnun og fagfólki um skipulag. Í umsögnunum kemur ágætlega fram að höfuðborgarsamningur gæti vísað veginn til framtíðar í þessum samskiptum, og þar er bent á norrænar fyrirmyndir sem gætu hjálpað okkur við að skapa landinu öllu góða höfuðborg.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar