Lýður og Bjarnfreður ákærðir í Existamáli 25. september 2012 06:30 Bræður Yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssona yfir Existu voru tryggð með hlutafjáraukningunni. Félag þeirra fékk lán frá Lýsingu til að borga 0,02 krónur á hlut í henni.fréttablaðið/GVA Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira