Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi 25. september 2012 06:00 Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira