Friðriki svarað Jón Steinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun