Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða 27. september 2012 02:00 VAndmeðfarinn Olíuauður Þó Noregur sé eitt auðugasta ríki veraldar er staða landsins nokkuð flókin. Tekjur af olíuauði flæða yfir landið, en grafa undan sumum öðrum starfsgreinum. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira