Aðhaldi mótmælt í Aþenu 27. september 2012 00:00 Átök í Aþenu Gríska lögreglan þurfti meðal annars að verjast eldsprengjum.nordicphotos/AFP Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira