Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir 28. september 2012 08:00 Vandlega falið Hluti amfetamínsins var vel falinn undir sætum bíls sem einn hinna grunuðu ók til Danmerkur í ágúst.Mynd/danska lögreglan „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira