Framtíð landsliðsins björt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2012 06:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær vegna næstu leikja Íslands í undankeppni HM 2014. Ísland mætir Albönum ytra á föstudaginn næstkomandi og tekur svo á móti Sviss þriðjudaginn 16. október. Ísland byrjaði undankeppnina með því að vinna Noreg 2-0 en tapa svo 1-0 fyrir Kýpverjum ytra. Lagerbäck lofaði frammistöðu Íslands í fyrri leiknum en sagði að úrslitin gegn Kýpur hefðu valdið sér vonbrigðum. „Líklega vorum við of metnaðarfullir í varnarleik okkar," sagði hann. „Það er eitthvað sem skrifast á mína ábyrgð og er það undir mér komið að laga það fyrir næsta leik, en ég veit af reynslu minni með sænska landsliðinu hversu erfitt það er að fara til Albaníu og spila þar." Lagerbäck tilkynnti landsliðshópinn sinn fyrr í vikunni. Aron Jóhannsson, AGF, var eini nýliðinn en Björn Bergmann Sigurðarson, Wolves, var ekki í hópnum. „Í stuttu máli vill Björn einbeita sér að Wolves. Hann vill frekar æfa þar og vera 100 prósent einbeittur að sínu félagsliði. Ef menn vilja ekki koma í landsliðið þá vil ég ekki sannfæra þá um það. Við munum sjá til um framhaldið en það er ljóst að við verðum áfram í sambandi við hann og athugum síðar hvort hann vilji koma aftur í landsliðið," sagði Lagerbäck sem sagðist einnig sakna hins meidda Kolbeins Sigþórssonar mikið. „Hann hefur nú verið hjá mér í þremur leikjum og miðað við það sem ég hef séð tel ég að hann hafi fulla burði til að verða einn allra besti sóknarmaður Evrópu. Árangur hans með landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, er ótrúlegur." Hann nýtti einnig tækifærið til að benda á nokkrar staðreyndir um hversu ungt og efnilegt landslið Íslendingar eiga. „Meðalaldur er í kringum 26 ár sem er nokkuð ungt í landsliðum. Þá hafa leikmenn spilað að meðaltali aðeins 17,8 landsleiki sem er verulega lítið," segir hann. „Ég vona að ég lifi í nokkur ár í viðbót til að geta fylgst með íslenska landsliðinu. Framtíðin er mjög björt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn