Spila Kiss-lögin alveg í klessu 6. október 2012 00:01 Magni Ásgeirsson og Eiður Arnarsson verða saman í nýju hljómsveitinni. Þetta er að öllu leyti til gamans gert. Við ætlum að spila lögin sem við fíluðum sem unglingar alveg í klessu, segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, bassaleikari Todmobile og meðlimur í Kiss Army Iceland, aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi. Stofnuð hefur verið hljómsveit sem spilar eingöngu lög bandarísku goðsagnanna í Kiss. Í henni eru sex meðlimir úr Kiss-klúbbnum. Auk Eiðs eru þar söngvarinn Magni Ásgeirsson, Jóhann Hjörleifsson, trommuleikari Sálarinnar, Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, Einar Þór Jóhannsson, gítarleikari Buffs og Dúndurfrétta, og Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari. Hljómsveitin hefur fengið vinnuheitið Sikk og hefur stefnan verið sett á tónleika næst þegar Kiss-klúbburinn hittist í nóvember. Þá verður einmitt tuttugustu hljóðversplötu Kiss fagnað. Enn á eftir að ákveða hvort þeir félagar verði málaðir eins og goðin sín. Þegar klúbburinn hittist í fyrsta skipti á Glaumbar fyrir skömmu var haldin spurningakeppni sem Eiður og Einar Þór unnu. Við lentum saman í liði og rétt mörðum sigur, segir Eiður, sem er nýkominn út úr skápnum sem Kiss-aðdáandi. Ég hefði sennilega gengið í félagið 1977 ef það hefði verið til þá en örugglega aldrei á árunum 1981 til 2007. Svo dreif ég mig á Kiss-tónleika í Köben 2008 og ákvað að hætta að fela það fyrir sjálfum mér og öðrum að ég hefði einhvern tímann haft gaman af Kiss. - fb Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þetta er að öllu leyti til gamans gert. Við ætlum að spila lögin sem við fíluðum sem unglingar alveg í klessu, segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, bassaleikari Todmobile og meðlimur í Kiss Army Iceland, aðdáendaklúbbi Kiss á Íslandi. Stofnuð hefur verið hljómsveit sem spilar eingöngu lög bandarísku goðsagnanna í Kiss. Í henni eru sex meðlimir úr Kiss-klúbbnum. Auk Eiðs eru þar söngvarinn Magni Ásgeirsson, Jóhann Hjörleifsson, trommuleikari Sálarinnar, Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, Einar Þór Jóhannsson, gítarleikari Buffs og Dúndurfrétta, og Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari. Hljómsveitin hefur fengið vinnuheitið Sikk og hefur stefnan verið sett á tónleika næst þegar Kiss-klúbburinn hittist í nóvember. Þá verður einmitt tuttugustu hljóðversplötu Kiss fagnað. Enn á eftir að ákveða hvort þeir félagar verði málaðir eins og goðin sín. Þegar klúbburinn hittist í fyrsta skipti á Glaumbar fyrir skömmu var haldin spurningakeppni sem Eiður og Einar Þór unnu. Við lentum saman í liði og rétt mörðum sigur, segir Eiður, sem er nýkominn út úr skápnum sem Kiss-aðdáandi. Ég hefði sennilega gengið í félagið 1977 ef það hefði verið til þá en örugglega aldrei á árunum 1981 til 2007. Svo dreif ég mig á Kiss-tónleika í Köben 2008 og ákvað að hætta að fela það fyrir sjálfum mér og öðrum að ég hefði einhvern tímann haft gaman af Kiss. - fb
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“