Feit hiphop-veisla á Airwaves 11. október 2012 00:00 Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár. Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár.
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira