Hver er róninn? Páll Tryggvason skrifar 13. október 2012 06:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun