Ísland er land þitt. Ef þú kýst Stefán Jón Hafstein skrifar 16. október 2012 06:00 Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun