Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar 5. janúar 2026 13:30 Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins. En hver er staðan? Á árunum 2017 - 2024 var fólksfjölgun á Íslandi fimmtánfalt meiri í samanburði við evrópu meðaltal og fjórfalt meiri í samanburði við hin norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara er 68% af þessari fjölgun. Íbúum landsins hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá árinu 2017. Þetta er auðvitað gríðarleg fjölgun á tiltölulega stuttum tíma. Við til dæmis stöndum frammi fyrir því að vera með séríslensk ákvæði í útlendingalöggjöfinni sem gerir okkur erfiðara fyrir í þessu sambandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er að vinna í því að afnema þessar séríslensku reglur og ber hæst að nefna afnám hinnar svokölluðu 18 mánaða reglu en hún felur í sér að ef umsókn um dvalarleyfi hefur ekki verið tekin fyrir innan 18 mánaða er hún sjálfkrafa samþykkt. Í málum þar sem einstaklingum hefur verið synjað um dvalarleyfi og þeir ekki sýnt samstarfsvilja við stjórnvöld hafa þeir verið settir í fangelsi. Það er ótækt og ómannúðlegt. Í nóvember höfðu 29 einstaklingar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en á árinu 2024 voru þeir 59 talsins. Það gefur augaleið að slíkt er ekki réttlætanlegt. Því er mikilvægt að bregðast við því ástandi sem skapast hefur og Viðreisn gengur í verkin. Ísland er eina Schengen ríkið sem ekki starfrækir brottfararstöð. Nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð bregst við þessu. Einstaklingar sem kjósa að fylgja ekki fyrirmælum stjórnvalda og neita að yfirgefa landið í kjölfar synjunar koma til með að vera vistaðir á brottfararstöð en ekki í fangelsum. Mikilvægt er að árétta að fólk verður ekki þvingað til vistunar ef það fylgir fyrirmælum, sinnir tilkynningarskyldu sinni og fer eftir lögum og reglum. Brottfararstöðin verður nýtt sem allra síðasta úrræði í þeim málum sem einstaklingar neita að fylgja lögum. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að öll heilbrigðisþjónusta verður tryggð, þar á meðal geðræn þjónusta og þjónusta fatlaðra. Allir vistmenn hafa rétt til útiveru, tómstundaiðju, líkamsrækt og rétt sinn til að iðka sína trú og siði. Barnshafandi konur fá alla þá aðstoð sem þurfa þykir hvort sem það er mæðravernd eða fæðingaraðstoð. Einstaklingar munu hafa aðgang að fjölmiðlum, taka á móti gestum, hringja og taka á móti símtölum. Öll umræða um að þessir hlutir verði ekki til staðar heldur engu vatni þar sem þetta stendur svart á hvítu í frumvarpinu sjálfu. Mikið er rætt og ritað um vistun barna á brottfararstöð, eðlilega. Því er mikilvægt að árétta að fylgdarlaus börn verða EKKI vistuð á brottfarastöð. Börn verða eingöngu vistuð með foreldrum sínum, aðgreind frá öðrum vistmönnum. Í öllum tilfellum þar sem börn koma við sögu þarf ávallt að gera barnavernd viðvart ásamt því að bera ákvörðunina undir héraðsdóm. Í frumvarpinu segir að vistunartími barna skuli vera eins stuttur og hægt er og ekki lengri en þrír sólarhringar. Heimild er fyrir því að í undantekningartilvikum geti vistun verið framlengd en þó aldrei þannig að samanlagður vistunartími barns verði lengri en níu dagar. Vistunartími fullorðinna einstaklinga er sömuleiðis mjög skýr í frumvarpinu en vistunartími skal ekki vera lengri en fjórar vikur í senn. Heimilt er að framlengja vistun ef nauðsyn krefur en þó aldrei lengur en tólf vikur. Fyrir mér er það deginum ljósara að tilkoma brottfararstöðvar er gríðarlega mikilvæg. Hún tryggir mannúð í ferlinu og kemur til með að stuðla að betri og réttlátari málsmeðferð þeirra sem gert hefur verið að yfirgefa landið. Einnig er mikilvægt að taka það skýrt fram að þetta er algjört neyðarúrræði fyrir þá sem hafa fengið synjun við umsókn um dvalarleyfi, nýtt sinn kærurétt og aftur fengið synjun og neita að yfirgefa landið. Þeir einstaklingar og þær fjölskyldur sem sýna samstarfsvilja og fylgja lögum stjórnvalda koma ekki til með að vera vistuð á brottfararstöð. Höfundur er starfsmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brottfararstöð fyrir útlendinga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins. En hver er staðan? Á árunum 2017 - 2024 var fólksfjölgun á Íslandi fimmtánfalt meiri í samanburði við evrópu meðaltal og fjórfalt meiri í samanburði við hin norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara er 68% af þessari fjölgun. Íbúum landsins hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá árinu 2017. Þetta er auðvitað gríðarleg fjölgun á tiltölulega stuttum tíma. Við til dæmis stöndum frammi fyrir því að vera með séríslensk ákvæði í útlendingalöggjöfinni sem gerir okkur erfiðara fyrir í þessu sambandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er að vinna í því að afnema þessar séríslensku reglur og ber hæst að nefna afnám hinnar svokölluðu 18 mánaða reglu en hún felur í sér að ef umsókn um dvalarleyfi hefur ekki verið tekin fyrir innan 18 mánaða er hún sjálfkrafa samþykkt. Í málum þar sem einstaklingum hefur verið synjað um dvalarleyfi og þeir ekki sýnt samstarfsvilja við stjórnvöld hafa þeir verið settir í fangelsi. Það er ótækt og ómannúðlegt. Í nóvember höfðu 29 einstaklingar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en á árinu 2024 voru þeir 59 talsins. Það gefur augaleið að slíkt er ekki réttlætanlegt. Því er mikilvægt að bregðast við því ástandi sem skapast hefur og Viðreisn gengur í verkin. Ísland er eina Schengen ríkið sem ekki starfrækir brottfararstöð. Nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð bregst við þessu. Einstaklingar sem kjósa að fylgja ekki fyrirmælum stjórnvalda og neita að yfirgefa landið í kjölfar synjunar koma til með að vera vistaðir á brottfararstöð en ekki í fangelsum. Mikilvægt er að árétta að fólk verður ekki þvingað til vistunar ef það fylgir fyrirmælum, sinnir tilkynningarskyldu sinni og fer eftir lögum og reglum. Brottfararstöðin verður nýtt sem allra síðasta úrræði í þeim málum sem einstaklingar neita að fylgja lögum. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að öll heilbrigðisþjónusta verður tryggð, þar á meðal geðræn þjónusta og þjónusta fatlaðra. Allir vistmenn hafa rétt til útiveru, tómstundaiðju, líkamsrækt og rétt sinn til að iðka sína trú og siði. Barnshafandi konur fá alla þá aðstoð sem þurfa þykir hvort sem það er mæðravernd eða fæðingaraðstoð. Einstaklingar munu hafa aðgang að fjölmiðlum, taka á móti gestum, hringja og taka á móti símtölum. Öll umræða um að þessir hlutir verði ekki til staðar heldur engu vatni þar sem þetta stendur svart á hvítu í frumvarpinu sjálfu. Mikið er rætt og ritað um vistun barna á brottfararstöð, eðlilega. Því er mikilvægt að árétta að fylgdarlaus börn verða EKKI vistuð á brottfarastöð. Börn verða eingöngu vistuð með foreldrum sínum, aðgreind frá öðrum vistmönnum. Í öllum tilfellum þar sem börn koma við sögu þarf ávallt að gera barnavernd viðvart ásamt því að bera ákvörðunina undir héraðsdóm. Í frumvarpinu segir að vistunartími barna skuli vera eins stuttur og hægt er og ekki lengri en þrír sólarhringar. Heimild er fyrir því að í undantekningartilvikum geti vistun verið framlengd en þó aldrei þannig að samanlagður vistunartími barns verði lengri en níu dagar. Vistunartími fullorðinna einstaklinga er sömuleiðis mjög skýr í frumvarpinu en vistunartími skal ekki vera lengri en fjórar vikur í senn. Heimilt er að framlengja vistun ef nauðsyn krefur en þó aldrei lengur en tólf vikur. Fyrir mér er það deginum ljósara að tilkoma brottfararstöðvar er gríðarlega mikilvæg. Hún tryggir mannúð í ferlinu og kemur til með að stuðla að betri og réttlátari málsmeðferð þeirra sem gert hefur verið að yfirgefa landið. Einnig er mikilvægt að taka það skýrt fram að þetta er algjört neyðarúrræði fyrir þá sem hafa fengið synjun við umsókn um dvalarleyfi, nýtt sinn kærurétt og aftur fengið synjun og neita að yfirgefa landið. Þeir einstaklingar og þær fjölskyldur sem sýna samstarfsvilja og fylgja lögum stjórnvalda koma ekki til með að vera vistuð á brottfararstöð. Höfundur er starfsmaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun