Sighvatur getur sagt „nei“ án vandkvæða Reimar Pétursson skrifar 16. október 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar