Með lag í þættinum Shameless 19. október 2012 09:04 Daníel Ágúst er mjög ánægður með að eiga lag í þáttunum Shameless.fréttablaðið/stefán "Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira