Nánast fullkominn dagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2012 07:00 Ísland vann tvöfalt í Árósum um helgina. Hér er hópurinn allur á Kastrup í gær. Mynd/Ólafur Björnsson Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti. Íþróttir Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti.
Íþróttir Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira