Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði 23. október 2012 07:45 Atkvæði greidd Formaður landskjörstjórnar segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa gengið þokkalega fyrir utan tafir á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður. fréttablaðið/pjetur „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
„Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira