Sagan með stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2012 08:00 Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir bregða hér á leik á æfingu í gær. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn