Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá 24. október 2012 07:30 Starfið kynnt Páll Þórhallsson, formaður sérfræðingahóps sem yfirfer drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, kynnti vinnu hópsins fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær.Fréttablaðið/gva Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira