Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar 25. október 2012 06:00 Lína Jia Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira