Enn tiplað á tánum í kring um Grástein 25. október 2012 08:00 Grásteinn Álfasteinninn í landi Keldna er bæði tvíklofinn og á haus eftir fyrri flutninga vegna vegaframkvæmda. Að þessu sinni er nýr göngu- og hjólastígur sveigður framhjá Grásteini.Fréttablaðið/GVA „Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira