Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn 25. október 2012 07:00 Lögreglustöðin við hverfisgötu Hér braut Már rúðu þannig að gler fór í auga lögreglumanns.Fréttablaðið/anton Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira