Samtök sjávarútvegssveitarfélaga Svanfríður Jónasdóttir skrifar 25. október 2012 06:00 Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar