Nelson Mandela á Vitatorgi eða Mýrargötu 27. október 2012 06:00 Á Vitatorgi Steinþór Helgi Arnsteinsson úr samtökum um Nelson Mandela á Íslandi segir að gerð minnisvarða um Mandela eigi að verða skapandi vettvangur fyrir borgarbúa.Fréttablaðið/Stefán „Ein hugmyndin er að þetta verði á Vitatorgi eða ef til vill á Mýrargötureitnum þar sem gert er ráð fyrir nokkrum litlum torgum," segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, um hugsanlega staðsetningu torgs sem Arkitektur- og designhøgskolen í Ósló hefur óskað eftir að fá að byggja í Reykjavík. Ef borgaryfirvöld samþykkja beiðni skólans verður hönnun torgsins meistaraprófsverkefni nemenda við alþjóðadeild skólans. Skólinn leggur áherslu á skjót svör frá borginni því fjármagna þurfi ferðir og kennaralaun utan við reglulega útgjaldaáætlun skólans. Búast má við að skipulagsráð taki málið fyrir á næstu vikum. Samtökin Í okkar höndum hafa haft milligöngu um verkefnið. Steinþór Helgi Arnsteinsson, forsvarmaður samtakanna, segir þau systursamtök Nelson Mandela-samtakanna í Suður-Afríku. „Þetta eru góðgerðarsamtök," segir hann. „Markmið okkar er fyrst og fremst að kynna og koma áleiðis boðskap Nelson Mandela." Þess má geta að rektor Arkitektur- og designhøgskolen gekk í hjónaband hérlendis í sumar er hún giftist íslenskum manni. Steinþór segir að sú heimsókn hafi reynst mikilvægt lóð á vogarskálarnar auk þess sem eiginmaður hennar hafi starfað fyrir Nelson Mandela-samtökin. „Hún er mjög hrifin af Reykjavík og líst afar vel á uppbygginguna sem á sér hér stað. Henni er mjög áfram um það að fá að tengja skólann við borgina."- gar Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Ein hugmyndin er að þetta verði á Vitatorgi eða ef til vill á Mýrargötureitnum þar sem gert er ráð fyrir nokkrum litlum torgum," segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, um hugsanlega staðsetningu torgs sem Arkitektur- og designhøgskolen í Ósló hefur óskað eftir að fá að byggja í Reykjavík. Ef borgaryfirvöld samþykkja beiðni skólans verður hönnun torgsins meistaraprófsverkefni nemenda við alþjóðadeild skólans. Skólinn leggur áherslu á skjót svör frá borginni því fjármagna þurfi ferðir og kennaralaun utan við reglulega útgjaldaáætlun skólans. Búast má við að skipulagsráð taki málið fyrir á næstu vikum. Samtökin Í okkar höndum hafa haft milligöngu um verkefnið. Steinþór Helgi Arnsteinsson, forsvarmaður samtakanna, segir þau systursamtök Nelson Mandela-samtakanna í Suður-Afríku. „Þetta eru góðgerðarsamtök," segir hann. „Markmið okkar er fyrst og fremst að kynna og koma áleiðis boðskap Nelson Mandela." Þess má geta að rektor Arkitektur- og designhøgskolen gekk í hjónaband hérlendis í sumar er hún giftist íslenskum manni. Steinþór segir að sú heimsókn hafi reynst mikilvægt lóð á vogarskálarnar auk þess sem eiginmaður hennar hafi starfað fyrir Nelson Mandela-samtökin. „Hún er mjög hrifin af Reykjavík og líst afar vel á uppbygginguna sem á sér hér stað. Henni er mjög áfram um það að fá að tengja skólann við borgina."- gar
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira