![](https://www.visir.is/i/1F93985250E8CD3542CCB0768C64B970ACDC0E32D014DAE472F5C7E4FC6EFF32_80x80.jpg)
Launamerkið
Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis.
Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku.
Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd.
Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum.
Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn?
Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni.
Skoðun
![](/i/0B27205CE8AFD0019B53BCA6B97E854289CA99062F523F83EC83EF865C43ED91_390x390.jpg)
Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun
Mörður Árnason skrifar
![](/i/575A44EA6FF5CB9008F40DBEA414E644291E51C3F01E7A65227644296FD558D3_390x390.jpg)
Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um
Stefán Guðbrandsson skrifar
![](/i/769EAE859423563D52A4CD73D436F66327E31B9CD46ACE3D330531DE166F13E7_390x390.jpg)
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
![](/i/102B276AC088669C3E1C62B2E769172B33E0B28805AB4CED3788EAD52FBBF9A2_390x390.jpg)
Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum
Heimir Már Pétursson skrifar
![](/i/1AA811B035DAA38410B77432A1C9B115A192B4BFAABDAFECCD0109543BB3A230_390x390.jpg)
Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð?
Bjarni Jónsson skrifar
![](/i/C3F48C5E36DAD24042DD2578D17A5E75BD16524FBB6B7EC4705C984F43BC0E2B_390x390.jpg)
Flugvöllur okkar allra!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar
![](/i/3F46988B96369A6324A74554997EAE1CD82D684B1738FB530F15D7F8015A3C88_390x390.jpg)
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Erna Bjarnadóttir skrifar
![](/i/680D6C99361E0F091E0F9CA954DFC9393E04BB45A12CB4895D506F8C63464CA4_390x390.jpg)
Við þurfum að ræða um Evrópusambandið
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar
![](/i/4BEE960B561724C7264ABDA0B458B27145A1C72B13E216A032B2D7FCE875E7B9_390x390.jpg)
Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
![](/i/6F7538410667D7A3DA20BC7E4EA2C7291EEEF84345CE79D9EE9315AD21E3093E_390x390.jpg)
Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Arna Harðardóttir skrifar
![](/i/1814C612759FE185F6835DC737BD8ED565D3FB12D94C8F2074C0ED63BA11A794_390x390.jpg)
Þegar raunveruleikinn er forritaður
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/A99F6E51BFCA509B1D1ECEBBC044865E271AFF18B8D9AF255AA46311D13D888D_390x390.jpg)
Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
![](/i/C06C54369C42A84C423061ADCC6FBB1CCB19CAC6354ED610CFE01AB1F4884F07_390x390.jpg)
Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
![](/i/AFE7EF2B5920FAD10F19CA0706D04449F1AB1BF8EEF3F28E2C26AB9CC3459856_390x390.jpg)
Valentínus
Árni Már Jensson skrifar
![](/i/BF6191CBB57887FCE99C3EA792BA1DCB0FC201485E8C0B250C67B1F6CD73CE8F_390x390.jpg)
Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið
Eggert Sigurbergsson skrifar
![](/i/29FB0D6CE3679405F79D4E2384152C1C24E9388BD7820F01984B593DEC7F5F61_390x390.jpg)
Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety
Gyða Hjartardóttir skrifar
![](/i/27F5A98B7CEE3A255C9270EACCC45F3F64132EF173A7A3FCA7C226BBD429B735_390x390.jpg)
Kolbikasvört staða
María Rut Kristinsdóttir skrifar
![](/i/05DC43C3605D0A99CFA59666F731374813CD3CE83282158DB50CC24CF0C61CB2_390x390.jpg)
Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
![](/i/CA61D697F994D0431C6C5C2E864D1B1038FA0718BF6DB0DB0BE6A8D10983EE04_390x390.jpg)
Ekkert um okkur án okkar
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
![](/i/9E88FDB070AA951E4CC360010BE4C213925AE8328FCCF702436522AB547FAAB9_390x390.jpg)
One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni!
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/F0CBFE1A5C5BBF6A68ADCCC1D55C02C0BFB6CAE7F4C66F2E54DC96901742E065_390x390.jpg)
Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Edith Oddsteinsdóttir skrifar
![](/i/5C276E02256C58426372A9785BBB37E9682A9FF8BEE48499E2B7BA5DF5DA1F8F_390x390.jpg)
Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
Hjalti Ómar Ágústsson skrifar
![](/i/EF90E8603BDA7588C7748187A40E00A18E6FE020D89E26AD5E6EA9E0460202FF_390x390.jpg)
Hugtakinu almannaheill snúið á haus
Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar
![](/i/638F818A27B7BFD56CCE57B7EF55E7842D5BEB589496910061FE85CAA8BF7530_390x390.jpg)
Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja
Daði Már Kristófersson skrifar
![](/i/2E04992626056C82690CF8549353A51D54B1E9D78ACBB024D6931FC5D21BE623_390x390.jpg)
Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið
Sigþór Sigurðsson skrifar
![](/i/05745AFF8F7DB756F9F4986D60715CE123DF3E53632149E05208D3DD51FE6538_390x390.jpg)
Ég stend með kennurum
Ögmundur Jónasson skrifar
![](/i/19B7E294B5F181B776ADB8D1E657079AA918C6DD85E3DE52AF9CFAC476E02D82_390x390.jpg)
Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax
Árni Stefán Árnason skrifar
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar