Sagan endurtekur sig 8. nóvember 2012 00:01 Vínylplötusafn Bítlanna kostar tugi þúsunda. Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustandinn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínylplöturnar með notkun. Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu dýrari en geisladiskurinn. Ástæðurnar eru hærri framleiðslukostnaður og meiri gæði. Geisladiskurinn getur aldrei náð þessum hlýja og náttúrulega hljómi sem vínylplatan býður upp á. Og svo er snarkið svo notalegt. Verðmunurinn er augljós þegar við berum saman stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínylplötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar. Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þremur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheldur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60 þúsund. Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynduninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun. Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum þegar geisladiskurinn var nýr kostaði hann töluvert meira út úr búð heldur en vínylplatan. Verðmunurinn var útskýrður með háum framleiðslukostnaði og meiri gæðum. Þessi nýja tækni var svo fullkomin, hljómurinn miklu betri og hlustandinn yrði laus við snarkið í þessum rispum sem alltaf kæmu á vínylplöturnar með notkun. Í dag er búið að snúa þessu alveg við. Nú er vínyllinn miklu dýrari en geisladiskurinn. Ástæðurnar eru hærri framleiðslukostnaður og meiri gæði. Geisladiskurinn getur aldrei náð þessum hlýja og náttúrulega hljómi sem vínylplatan býður upp á. Og svo er snarkið svo notalegt. Verðmunurinn er augljós þegar við berum saman stóra og flotta pakka. Blur-boxið margrómaða sem kom út í sumar er bæði fáanlegt á vínyl og CD. Í fyrrnefnda boxinu eru sjö vínylplötur. Í því síðarnefnda er átján hljómdiskar og þrír mynddiskar. Vínylboxið er samt dýrara. Annað dæmi er Bítla-boxið. Fyrir þremur árum komu allar Bítlaplöturnar út á CD. Steríó-útgáfan inniheldur 16 diska og kostar um 35 þúsund krónur. Á mánudaginn koma sömu plötur út í forláta vínylplötuboxi. Verðið á því slagar hátt í 60 þúsund. Það þarf ekki að efast um að framleiðslukostnaður sé hærri á vínyl, en framleiðslukostnaður er samt bara hluti af verðmynduninni. Hann einn nægir ekki til að réttlæta þennan mikla mun. Verðið fer líka eftir því hvað kaupandinn er tilbúinn að borga og í dag eru kaupendur til í að borga miklu meira fyrir vínylinn. Hann þykir eigulegri gripur og stofustáss á meðan geisladiskurinn er ódýrt dót fyrir fjöldann. Það verður gaman að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Persónulega hef ég bara eitt mottó í sambandi við þessi mál: Það er tónlistin sem skiptir mestu máli, ekki miðillinn.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“