Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun