Jóhönnuð atburðarás Sigríður Andersen skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup?
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar