Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu. Olís-deild kvenna Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira